Við viljum byrja á því að óska þeim fyrirtækjum sem fengu nýlega viðurkenningu frá Creditinfo fyrir framúrskarandi árangur. En við erum afar stolt af því að vera í hópi þessara glæsilegra fyrirtækja.
Framvinda verksins Ísland 2020, atvinnuhættir og menning, gengur eftir óskum og þær áætlanir sem við settum í byrjun verksins hafa staðist og gott betur sem við erum einkum ánægð með.
Efnisöflun í ritverkið gengur vel og gífurlegt magn efnis hefur safnast saman og er vinnslan við það í fullum gangi.
Við höldum áfram að leyfa ykkur að fylgjast með framvindu verkefnisins alveg fram að útgáfu.
Sé ekki komið að efnisskilum hjá ykkur þá mun ykkur verða sendur tölvupóstur þegar nær dregur efnisskilum með ýmsum upplýsingum sem geta nýst ykkur við vinnslu greinarinnar og vali á ljósmyndum.