Dreifing

Ritunum er dreift á helstu ferðamannastaði Íslands á sérstökum og áberandi stöndum, sömuleiðis er dreift á öll helstu hótel, verslanir, veitingstaði og aðra viðkomustaði ferðamanna. Dreifing er tryggð með reglulegum heimsóknum á alla dreifingarstaði á höfuðborgarsvæðinu til að gæta að upplagi á hverjum dreifingarstað og að framsetning sé með besta móti. Hótelbókinni Guest er dreift inn á öll helstu hótel landsins, þar er bókin sett inn á öll herbergi og höfð í móttökunni.