Home » News » Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki

  • by

Sagaz ehf. hefur hlotið nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2018“ en það er Creditinfo sem veitir fyrirtækjum sem standa sig vel og þykja stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja koma til greina sem Framúrskarandi fyrirtæki.

Á vefsíðu Creditinfo er ítarlega fjallað um hvaða skilyrði fyrirtæki verða að uppfylla til að teljast framúrskarandi en þar segir m.a. að „Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.“