ÍSLAND, atvinnuhættir og menning

Við undirbúum nú útgáfu verksins ÍSLAND, atvinnuhættir og menning 2020. Ritið samanstendur af 4-5 bókum og í þeim er að finna yfir þrjú þúsund myndir.  Ritið hefur komið út með tíu ára millibili, fyrst 1990, 2000 og 2010. Ritverkið geymir upplýsingar um helstu fyrirtæki, félög, stofnanir og samtök í landinu. Í ritverkinu verða yfirlitsgreinar sérfróðra manna um sögu og menningu, land, þjóð og stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga, skóla og menntamál, heilbrigðismál o.fl.. Fjallað verður um alla helstu atvinnuvegi þjóðarinnar, ferðaþjónustu, sjávarútveg og vistkerfi hafsins, landbúnað, iðnað, orkumál, útflutning, umhverfisvernd, landgræðslu, skógrækt og samgöngur. Ennfremur leiklist og íslenska kvikmyndagerð. Einnig verða upplýsingar um stofnanir ríkis og sveitarfélaga auk greina um almenn atvinnufyrirtæki, félög, stofnanir og samtök flokkuð eftir atvinnugreinaflokkun. Gert er ráð fyrir að mikill fjöldi fyrirtækja, félaga, stofnana og samtaka eigi aðild að ritverkinu, sem prýtt verður fjölda ljósmynda og bundið í vandað band í stóru broti. Aðilar verksins senda að jafnaði sjálfir inn texta og myndir. Má því segja að atvinnu- og menningarsaga þjóðarinnar sé skráð þar sem hún verður til. Ritverkið ÍSLAND, atvinnuhættir og menning geymir á einum stað upplýsingar um fjölþætt efni og veitir einstaka yfirsýn yfir atvinnulíf, sögu og menningu þjóðarinnar. Ritverkið fer í bókasöfn, skóla, hundruði fyrirtækja, félaga, stofnana og samtaka sem nýtast menntastofnunum og öllum þeim sem þurfa að leita upplýsinga um atvinnuhætti og menningu líðandi stundar.
ISAT