ljósmyndir gamla tímans

Ljósmyndir Gamla Tímans

Ljósmyndir gamla tímans er verk þar sem ljósmyndum af gamla tímanum um aldamótin 1900 voru safnað saman fyrir flest bæjarfélög Íslands. Úr voru valdar fimm ljósmyndir sem sýna sögulega staði, viðburði eða gefa manni innsýn inní lífið á gamla tímanum. Myndirnar voru hreinsaðar og unnar og eru í betri gæðum en þær virðast á vefnum. Verkið var gefið út í vandaðri möppu sem inniheldur: myndirnar fimm, lýsingar á myndunum og texta um hvað var að gerast um aldamótin.
Myndirnar voru prentaðar út í takmörkuðu upplagi þar sem hver mynd er merkt hve mörg upplög eru og númer hvað það upplag er.

Ritin eru gefin út að útgáfufélaginu SagaZ. Við hjá Sagaz höfum alltaf þótt mikilvægt að varðveita sögur og heimildir landsins okkar. Við höfum einnig gefið út ritið ÍSLAND, atvinnuhættir og menning á 10 ára fresti. Ritið geymir á einum stað upplýsingar um fjölþætt efni og veitir einstaka sýn yfir atvinnulíf, sögu og menningu þjóðarinnar. Eins og ritin þá sýna ljósmyndir gamla tímans sögu Íslands og bæjarfélaga sem okkur þykir einstaklega dýrmætar heimildir.

Fyrir Reykjavíkur svæðið voru gefnar út 4 möppur. Myndirnar hér til hliðar sýna sýnishorn frá möppu 1.

Allar myndirnar koma í stærðinni A3.

Endilega hafið samband ef þið viljið sjá sýniseintök fyrir ykkar bæjarfélag. Við erum að vinna í því að koma þessu öllu á rafrænt form.

 

Sýnishorn úr möppu 2 af Reykjavíkur svæðinu.

Sýnishorn af möppu 3 af Reykjavíkur svæðinu.

Ljósmyndir gamla tímans er tímalaust verk sem myndi prýða alla veggi hvort sem það væri á skrifstofunni eða heima í stofu. 

Það er takmarkað upplag til og nú þegar orðið lítið eftir í mörgum bæjarfélögum svo ekki missa af tækifærinu að fá þessi einstöku verk á vegginn þinn.

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á að fá myndir fyrir þitt bæjarfélag eða hvaða bæjarfélag sem er hafðu samband við okkur og við athugum hversu mörg upplög er til.