Nordic Navi
Nordic Navi miðillinn er gefin út á ýmsu formati, t.d. bæklingar sem dreift er inn á alla helstu ferðamannastaði Íslands, s.s. inn á hótelherbergi, upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, flugvelli, hótelafgreiðslur, veitingastaði, verslanir o.s.frv. Einnig er hægt að nálgast prentuðu upplýsingarnar í Nordic Navi appinu sem er fáanlegt á google play og í App store.
Nordic Navi conceptið er að búa til eina heild fyrir prent og rafrænan miðil þar sem auglýsanda er gert kleift að birta upplýsingar um sig í nokkrum mismunandi miðlum sem bakka hvorn annan upp, t.d. grein birtist í bók sem liggur inni á hótelherbergi, og pistill í menu riti sem er dreift á upplýsingamiðstöðvar, vefsíðu og appi.
Með þessu móti gerum við auglýsandanum kleift að nálgast sem stærstan lesendahóp með eins litlum kostnaði og hægt er. Má varlega áætla að miðillinn komist í snertingu við yfir 500.000 ferðamenn árlega og miðast þær tölur við seldar gistinætur á þeim stöðum sem bókin er á, fjölda tímarita sem fara í dreifingu inn á ferðamannastaði, heimsóknir á heimasíðu og niðurhal af appi.
Nordic Navi gefur út hótelbókina Gest og er hún sú eina sinnar tegundar á landinu. Gesturinn er bók sem fjallar á faglegan og sjónrænan hátt um lífið á Íslandi. Hún svarar þörfum ferða- og viðskiptamannsins er kemur til Íslands. Í Gestinum eru fjölbreyttar greinar um margvísleg íslensk málefni sem við erum stolt af. Í bókinni er fjallað um verslun, veitingastaði og staði sem vert er að heimsækja. Þetta er fræðandi og skemmtileg bók með fallegu handbragði og útliti. Gesturinn er langlífari en flest önnur rit þar sem um er að ræða vandaða bók og kemur hann út árlega.
Bæklingarnir
Nordic Navi gefur út ritið Accommodation sem auðveldar ferðamönnum að finna sér gistingu við hæfi, hver sem hún kann að vera, því í tímaritinu verður öllum hinum fjölbreyttu möguleikum sem erlendum ferðamönnum stendur til boða gerð góð skil. Í tímaritinu verða umfjallanir um þá gististaði sem standa ferðamönnum til boða, allt frá tjaldsvæðum til betri hótela.
Activity sem auðveldar ferðamönnum að finna sér afþreyingu við hæfi, hver sem hún kann að vera, því í tímaritinu verður öllum hinum fjölbreyttu möguleikum sem erlendum ferðamönnum stendur til boða gerð góð skil. Í tímaritinu verða umfjallanir um áhugaverða möguleika til afþreyingar, allt frá jaðaríþróttum til menningarviðburða, frá ævintýraferðum til barnaleikja.
Design and Shopping sem fjallar um íslenska hönnun og verslun. Ferðamenn eiga að geta flett í gegnum blaðið og séð hvað Ísland býður upp á í hönnun í dag. Einnig geta þeir séð hversu breitt úrval af vörum frá þekktum hönnuðum og framleiðendum er í boði á Íslandi.
Dining Out sem á að auðvelda þeim sem eru að fara út að borða að finna veitingastað við hæfi, hvort sem um er að ræða einn af fínustu stöðunum á landinu eða skyndibitastað. Í ritinu eru t.d. umfjallanir um íslenska matarmenningu, íslenska matvælaframleiðslu og um áhugaverða veitingastaði, kaffihús og skemmtistaði.
Ritin eru öll hin glæsilegustu, í háu og mjóu broti sem svipar til matseðils. Hver síða er litprentuð á góðan pappír og frágangur er allur mjög vandaður.