Home » Sagaz ehf.

Sagaz ehf.

Útgáfufélagið Sagaz  hefur í fjölda ára gefið út ýmis rit og bækur ætluð ferðamönnum á Íslandi.
Eins hefur ritverkið Ísland, atvinnuhættir og menning komið út á 10 ára fresti frá 1990.

Ritverkið ÍSLAND, atvinnuhættir og menning geymir á einum stað upplýsingar um fjölþætt efni og veitir einstaka yfirsýn yfir atvinnulíf, sögu og menningu þjóðarinnar. Ritverkið fer í bókasöfn, skóla, hundruði fyrirtækja, félaga, stofnana og samtaka sem nýtast menntastofnunum og öllum þeim sem þurfa að leita upplýsinga um atvinnuhætti og menningu líðandi stundar.
Hægt er að skoða rafræna útgáfu bókanna hér.

Nordic Navi miðillinn er gefin út á ýmsu formati, t.d. bæklingar sem dreift er inn á alla helstu ferðamannastaði Íslands, s.s. inn á hótelherbergi, upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, flugvelli, hótelafgreiðslur, veitingastaði, verslanir o.s.frv.
Ritin innihalda upplýsingar um veitinga- og gististaði, verslanir, ýmsa afþreyingu, söfn og aðra áhugaverða staði.
Einnig er hægt að nálgast prentuðu upplýsingarnar í Nordic Navi appinu sem er fáanlegt á Google Play og í App Store.
Hægt er að skoða rafræna útgáfu ritanna hér.

Hótelbókin Guest kemur einnig út undir merkjum Nordic Navi og er hún sú eina sinnar tegundar á landinu. Gesturinn er bók sem fjallar á faglegan og sjónrænan hátt um lífið á Íslandi. Hún svarar þörfum ferða- og viðskiptamannsins er kemur til Íslands. Í Gestinum eru fjölbreyttar greinar um margvísleg íslensk málefni sem við erum stolt af. Í bókinni er fjallað um verslun, veitingastaði og staði sem vert er að heimsækja. Þetta er fræðandi og skemmtileg bók með fallegu handbragði og útliti. Gesturinn er langlífari en flest önnur rit þar sem um er að ræða vandaða bók og kemur hann út árlega.
Hægt er að skoða rafræna útgáfu bókarinnar hér.